Formaður
Kynning
Sosu námið
30.03.2007 23:06:23 / formadurslfi

Meðvirkni

Sumt er mönnum heilagara en svo í lífinu að þeir geti um það rætt, sagði augnlækirinn Kristján Sveinsson sem lést árið 1985 þá 85 ára gamall.

 

Meðvirkni er eitthvað sem fyrirfinnst alls staðar, hvort sem það er inni á heimili, vinnustað, í íþróttum eða félagsskap. Einstaklingar sem eru meðvirkir gera sér ekki alltaf grein fyrir því og óafvitandi fylgja þeir ákvörðun sem þeim er þvert um geð. Þeir geta líka tekið slíka ákvörðun á þeirri forsendu að þóknast öðrum, maka, yfirmanni, vinkonu eða starfsfélaga jafnvel þó sú ákvörpun hefði áhrif á eigið líf. Hvað með að vera þú sjálfur, segja þínar skoðanir, þær eru í engu verri en þær sem hlustandinn hefur.

 

Kári Eyþórsson fjölskylduráðgjafi segir m.a. um meðvirkni;

Það er svolítið skrítið hvernig þetta meðvirkniástand skapast. Í raun er það sem gerist að okkur fer að líða eins og þeim sem stendur við hliðina á okkur. Við verðum meðvirk undir mörgum kringumstæðum, við verðum meðvirk með þeim sem eru veikir, fólki á vinnustaðnum og fólki sem eru vinir okkar eða kunningjar.

 

Þegar meðvirkni gerir vart við sig förum við að sýna viðbrögð, verðum snögg til að bregðast við hvernig aðrir hegða sér. Til dæmis á vinnustað ef einhver er áberandi geðvondur þá byrja allir að fara aðeins í vörn gagnvart því sem gerist næst. Ef einhver er í fýlu þá höldum við af okkur og þegjum frekar en að fara að tala og segja ,,hvaða ólund er þetta í þér maður, vertu einhvers staðar annar staðar með þessa lykt þína”. Við segjum það ekki þegar við erum meðvirk. Við einfaldlega förum inní sama hegðunarmunstur og sá sem er við hliðina á okkur eða sá sem stjórnar.

 

Ég held að þetta sé óþolandi ástand fyrir okkur öll. Þetta gerist án þess að við gerum okkur grein fyrir því, við temjum okkur þetta hægt og rólega og allt of oft erum við að labba á tánum í kringum fólk sem er beinlínis leiðinlegt, geðvont, í vondri líðan eða vilja stjórna.

 

Þetta eru ekki ákjósanlegar aðstæður fyrir nein. Það að vera mjög meðvirkur er eins sú mesta frelsissvipting sem við getum sett okkur sjálf í. Það er langbest að vera maður sjálfur og þeim mun meira sem við glímum við að vera við sjálf þeim mun betur líður okkur (Heimild KÓE).

 

Slíkar aðstæður geta skapast hvar sem er, og er stéttarfélag þar ekki undnaskilið, frekar en aðrir staðir þar sem mannleg samskipti eiga sér stað.

 

Kveðja Helga Dögg Sverrisdóttir, sjúkraliði 
Dagbjört Ósk skrifaði
Það er alveg örugglega nóg að meðvirkni allstaðar og eru stéttarfélög ekki undanskilin, en í framhaldi skrifa þinn Helga vöknuðu hugsanir og upplýsingar sem ég hef sem mig langar til að deila með ykkur. Langar til að benda á mjög áhugaverðar síður sem fjalla um meðvirkni og staði til að leita sér hjálpar á. al-anon.i er síða og samtök fyrir aðstandendur alkahólista og this.is/coda er síða og samtök fyrir fólk með ótta fyrir öðru fólki. Bæði þessi samtök eru með fundi og er fundarskrá þeirra á netinu, þarna er lausn byggð á hugmyndafræði AA samtökakana en sú hugmyndafræði er flokkuð sem eitt af tíu mestu undrum tuttugustu aldarinnar. Þarna er um vanda að ræða sem sálfræðingar, geðlæknar, prestar stóðu ráðþrota gagnvart og gátu ekkert hjálpað fólki sem þjáðist af drykkjusýki. Það var ekki fyrr en þeir drykkjusjúku fóru að samhæfa styrk sinn trú og vonir að árangur fór að nást og það gekk því þeir töluðu sama tungumál. Svo ég komi mér nú út úr skrifum um drykkjuvandamál þá er það viðurkennt að meðvirkni er sjúkdómur sem getur leitt til geðveiki eða dauða ef ekkert er að gert. Hér á landi er meðferð fyrir meðvirka á Teigum LSH. Ég sjálf er að stunda þessa fundi hjá coda samtökunum og AL-anon og trúið mér það virkar. Aðalatriðið er að gefa þessu tíma og fara af stað fordómalaus tilbúin að vinna í sjálfum sér og losna út úr þjáningunni og komast inní lausnina. Lausnin er meðal annars byggð á því að fara á fundi, taka þátt í þeim, finna sér sponsor ( trúnaðarmann/konu), fara í sporin, fara í þjónustu og sponsa sjálfur þegar maður er tilbúin til. Ekkert af þessu eru kvaðir viðkomandi ræður hvort hann gerir eitthvað af þessu eða ekki, það er hver og einn þarna inni á sínum forsendum. Nafnaleynd ríkir og er virt á þessum fundum til að hver sem er geti komið og fundið sig óhultan hvort sem hann er þekktur eða ekki í þjóðfélaginu. Jæja þá ætla ég að hætta þessum skrifum, þetta málefni stendur mér nálægt og er mér kært. Ef einhver vill forvitnast meira um þetta getur viðkomandi hringt í mig, ég er í símaskránni og mun auðfúslega reyna eftir fremsta megni að gefa svör. Kv. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir
Dagbjört Ósk skrifaði
Verð að koma því að Kristján Sveinsson var læknir af Guðs náð sem munað er eftir vegna þess kærleika og umhyggju sem hann bar fyrir öðrum. Ég fór þangað stundum með foreldrum mínum, stofan hans var rétt hjá dómkirkjunni og ekki þurfti að panta tíma. Ég man hann var yfirlætislaus og hafði góða nærveru, það var ekki stressið að þeim bænum. Hann hylgdi þeim sem minna máttu sín með því að láta þá ekki borga fyrir þjónustu sína, þetta var altalað í bænum. Ég heyrði hann taka svo til orða: Þú borgar bara seinna eða þetta verður bara skrifað hjá Guði, meira var ekki talað um það. Ég held að svona samferðafólki getum við lært mikið af, sérstaklega við sem störfum í heilbrigðisgeiranum og erum að hugsa um fólk.

Skrifa athugasemd:

Það er nauðsynlegt að fylla inn í reiti merkta með *

Protected by FormShield
Vinsamlega skrifaðu inn stafina 4 sem eru á myndinni hér fyrir ofan.

Athugaðu að IP talan þín () verður skráð með færslunni.

RSS tengill